Categories
Fréttir

Ný stjórn 2016

22.03.2016. Ný stjórn var kosin á aðalfundi Skógfræðingafélagsins á Patreksfirði þann 15. mars s.l. Það er hefð fyrir því að við hver stjórnarskipti þá færist „valdið“ í næsta landshluta eftir sólarganginum. Nú var komið að Austlendingum. Nýja stjórn skipa Lárus Heiðarsson (formaður), Else Möller (gjaldkeri), Agnes Brá Birgisdóttir (ritari) og Jón Loftsson (varamaður). Fundargerð aðalfundar er að finna á síðunni „Um félagið“.