Categories
Fréttir

Ný stjórn 2018

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Skógfræðingafélagsins í Gömlu Gróðrastöðinni á Akureyri þann 10. Apríl 2018. Það er hefð fyrir því að við hver stjórnarskipti þá færist „valdið“ í næsta landshluta eftir sólarganginum. Nú var komið að Sunnlendingum. Nýja stjórn skipa Brynja Hrafnkelsdóttir (formaður), Hrönn Guðmundsdóttir (gjaldkeri), Úlfur Óskarsson (ritari) og Valgerður Erlingsdóttir (varamaður). Fundargerð aðalfundar er að finna á síðunni „Um félagið“ undir „Skjöl“.