Categories
Fréttir

Ný stjórn 2020

Aðalfundur Skógfræðingafélagsins var haldinn í gegnum Teams fjarfund þann 7. Október 2020. Félagsmenn á SV- og V-landi tóku við félaginu á aðalfundinum. Stjórn rétt kjörin á fundinum til næstu tveggja ára er skipuð Valdimari Reynissyni sem formanni, Hraundísi Guðmundsdóttur sem ritara og Jóni Auðunni Bogasyni sem gjaldkera, ásamt Sævari Hreiðarssyni til vara. Páll Sigurðsson gekk til liðs við orðanefnd, að öðru leyti voru aðrar nefndir óbreyttar. Fundargerð má finna undir „Skjöl“.