Categories
Fréttir

Aðalfundur Skógfræðingafélags Íslands

Við í stjórninni höfum ákveðið að vegna aðstæðna og samkomubanns sé ráðlegt að fresta aðalfundi Skógfræðingafélags Íslands, sem átti að vera næstkomandi mánudag, um óákveðinn tíma. Ný dagssetning verður auglýst síðar.

Einnig fundaði ferðanefnd Skógfræðingafélagsins í gær og bað mig um að koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:
Ferðanefnd boðar frestun á fyrirhuguðum ferðum Skógfræðingafélagsins um eitt ár.
Fyrsta ferðin sem fara átti í haust til Wales frestast til 2021 (sennilega vors)
Ferðirnar sem fara átti 2021, 2022, og 2023 færast allar um eitt ár.
Í staðinn er verið að skoða þá hugmynd að fara í eina innanlandsferð þetta árið.
Nánar rætt á aðalfundi Skógfræðingafélags Íslands.

En til að enda á jákvæðu nótunum þá er hann Ellert Arnar búinn að útbúa nýja heimasíðu fyrir félagið. Slóðin á hana er http://skogfraedingar.is/ . Síðan er ennþá í vinnslu en margt af því sem er þarna inni var fært af gömlu síðunni, sem ekki hefur verið virk í nokkur ár. Endilega kíkið á hana en allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar. Við munum setja meira um fyrirhugaðar ferðir og fleira þarna inn þegar þar að kemur.Fyrir hönd stjórnar,
Brynja