Categories
Fréttir

Aðalfundur Skógfræðingafélags Íslands

Sæl

Vegna sérstakra aðstæðna er ekki ennþá búið að halda aðalfund Skógfræðingafélags Íslands 2020.

Því höfum við ákveðið að halda hann á Mógilsá miðvikudaginn 7 október klukkan 16.30.

Þeir sem sjá sér ekki fært að koma upp á Mógilsá verður boðið að vera með á fundinum í gegnum Teamsfundarkerfið, bæði vegna þess hversu staðsetning félagsmanna er dreifð um landið og einnig vegna Covid19 smithættu. Við munum senda nánari leiðbeiningar um Teams fundinn og dagskrá þegar nær dregur.

Nokkrir frá SV og V-landi hafa boðið sig fram til stjórnarsetu en fleiri hafa hug á því væri ég þakklát ef þeir mundu láta mig vita fyrir 30 september næstkomandi, svo hægt verði að útfæra hvernig kostning fer fram fyrir fund.

Fyrir hönd stjórnar

Brynja Hrafnkelsdóttir