Hefur þú áhuga á að taka þátt 5 daga námskeiði við LbhÍ sem fjallar um sjálfsáningu á skóglausu landi og endurnýjun skóga með sáningum?
Það eru enn 7 sæti laus í þetta námskeið (til að fylla í tvær smárútur).
Skógfræðibraut LbhÍ stendur fyrir námskeiðinu sem verður kennt á Hvanneyri 16-20 september næstkomandi (mið – sunn). Námskeiðið gildir til 2 ECTS háskólaeininga fyrir þá sem kjósa að ljúka öllum verkefnum.
Skógfræðingafélag Íslands hvetur meðlimi félagsins til að sækja þetta spennandi námskeið og mun styrkja þá ef þeir kjósa að gera það. Þáttakendur verða bæði nemendur í skógfræði og starfandi fagfólk úr geiranum.
Heiti námskeiðs: Forest ecology in a treeless country (Skógvistfræði í skóglausu landi)
Kennari: dr. Dennis Riege, skógvistfræðingur og prófessor á eftirlaunum við University of Maryland í USA.
Tungumál: Enska
Almenn lýsing á námskeiðinu: Íslenskir skógfræðingar hafa á síðustu áratugum náð mjög góðum árangri í nýskógrækt með gróðursettum forræktuðum skógarplöntum. Víða er fjölbreyttari aðferðum beitt við nýliðun skóga á skóglausu landi sem byggja á vistfræðilegri þekkingu. Í þessu námskeiði verður þátttakendum kynntar nýjustu rannsóknir á þessu sviði skógvistfræði, með áherslu á hvernig vistfræðilegir ferlar eins og sjálfsáning, framvinda, samhjálp og samkeppni eru nýtt við nýskógrækt. Ýmsir tilraunareitir og ræktaðir skógar verða heimsóttir og niðurstöður ræddar. Kennarinn er bandarískur vistfræðingur og háskólakennari sem hefur stundað rannsóknir á Íslandi síðustu 18 árin. Námskeiðið er blanda af fræðilegu námskeiði og verklegri þjálfun fyrir nemendur og starfandi skógfræðinga. Farið verður í tvær dagsferðir til að skoða ýmis raunveruleg dæmi í íslenskri náttúru á Vestur-, SV og Suðurlandi.
Námskeiðsgjöld: 37.500 kr (hálft skráningartjald háskólanemenda). Þar innifalið er kennslan, allt kennsluefni og ferðir sem farið verður í, svo og gisting á Hvanneyri í svefnpokaplássi í Gamla skóla, ef bókað er tímalega. Fæði er ekki innifalið, en hægt er að kaupa ½ fæði í mötuneytinu á Hvanneyri.
Skógfræðingafélagið mun styrkja þá félagsmenn sína sem taka námskeiðið, en einnig er hægt að sækja um endurgreiðslu úr endurmenntunarsjóðum stéttarfélaganna fyrir námskeiðsgjöldum og kostnaði.
Skráningarfrestur er til 17 ágúst – en fyrstur kemur/fyrstur fær, þar til fullbókað er í námskeiðið.
Ef þið hafið áhuga þá vinsamlega skráið ykkur sem fyrst með því að senda tölvupóst á mig (brynja@skogur.is) og með cc á Bjarna Diðrik (bjarni@lbhi.is)
Fyrir hönd stjórnar,
Brynja