Kæru félagar
Þann 11. febrúar n.k. ætlar stjórn/endurmenntunarnefnd Skógfræðingafélags Íslands ætlar að gera smá tilraun við að halda úti félags-/fræðslustarfi á tímum samkomutakmarkanna. Tilraunin felst í því að halda fyrirlestra á Teams. Fyrirkomulagið er þannig að flutt er erindi 20 -30 mínútna langt og síðan sprell fjörugar umræður um efni erindisins. Reiknað er með klukkustundarlöngum viðburði.
Félagi okkar Aðalsteinn Sigurgeirsson ætlar að ríða á vaðið með fyrirlestri um þá fræsöfnunarleiðangra sem að lögðu grunninn að þeirri skógrækt sem við stundum í dag.
Vonandi leggst þetta uppátæki vel í félagsmenn og við vonum að sem flestir geti mætt við skjáinn.
Kv
Valdi formaður
Fyrir fundarboð í teams má senda póst á Valdi@skogur.is